Í tilefni af 30 ára afmæli Hitastýringar hf. var haldinn afmælisfagnaður í nýju húsnæði Hitastýringar að Ármúla 16. þar sem samstarfsmenn, viðskiptavinir og starfsmenn komu saman og fögnuðu þessum tímamótum. Fjölmargir vinir og velunnarar félagsins litu við í tilefni dagsins og skoðuðu aðstöðuna, sem hefur verið endurnýjuð og aðlöguð að starfsemi fyrirtækisins.

Starfsmenn Hitastýringar þakka kærlega fjölmargar kveðjur og árnaðaróskir.