Hita og loftræstikerfi

Hitastýring hefur áralanga reynslu af smíði og uppsetningu á stýrikerfum fyrir hita- og loftræstikerfi. Starfsmenn fyrirtæksins eru sérþjálfaðir í rekstri og þjónustu á loftræstikerfum og búa yfir þekkingu og reynslu sem nýtist viðskiptavinum okkar við að ná fram hámarksvirkni úr loftræstikerfinu samhliða því að auka hagkvæmni í rekstri kerfisins.

Reglubundin þjónusta á hita og loftræstikerfinu leiðir til betra lofts og jafnara hita- og rakastigs. Með reglubundinni þjónustu má því hafa bein áhrif á vellíðan starfsmanna á vinnustaðnum og auka virkni, auk þess sem fyrirbyggjandi viðhald á kerfinu leiðir til lægri rekstrarkostnaðar.

Hafðu samband í síma 552-2222 til að fá upplýsingar um þjónustu okkar