Hitastýring hf. var stofnað árið 1977 og hefur frá upphafi sérhæft sig í uppsetningu á stýrikerfum fyrir hita og loftræstikerfi. Starfsemi fyrirtækisins hefur jafnframt snúist um þjónustu við kælikerfi fyrir tölvu- og tæknirými, rakakerfi og ýmiskonar iðnaðarsjálfvirkni.
Með árunum hefur starfsemi Hitastýringar þróast í átt aukinnar þjónusta á helstu starfsviðum fyrirtækisins, auk þess sem ráðgjöf og sala á tæknibúnaði og rekstrarvörum hafa orðið stærri þættir í starfseminni.
Uppsöfnuð reynsla og sérþekking meðal starfsmanna fyrirtækisins er mikil enda hefur Hitastýring unnið við uppsetningu og þjónustu loftræstikerfa og kælikerfa í mörgum af stærri byggingum og fyrirtækjum landsins.
Hitastýring er í dag alhliða þjónustufyrirtæki sem selur, setur upp og þjónustar lausnir á sviði loftræstikerfa, hitakerfa, kælikerfa fyrir tölvu- tæknirými, iðnaðarsjálfvirkni ofl. Við bjóðum viðskiptavinum okkar þjónustu vegna fyrirbyggjandi viðhalds og reglubundið eftirlit til að auka rekstraröryggi jafnframt því að auka hagræðingu og orkusparnað í rekstri.